Lokadrög tillögu – víðtækt samráð

31.08.2015

 

Frá því að samkeppni um masterplan lauk hefur tillagan verði kynnt víða, haft var víðtækt samráð við hagsmunaaðila um útfærslu tillögunnar og óskað eftir athugasemdum. Ýmsar breytingar hafa átt sér stað síðan tillagan var kynnt í febrúar og hefur verið tekið tillit til ábendinga hagsmunaaðila og hönnunin rýnd í þaula hjá Isavia. Landnotkunaráætlun masterplansins hefur tekið breytingum sem og skipulag fraktsvæðis, Háaleitishlaðs og hönnun flugstöðvarinnar sjálfar.

Endanlegt masterplan mun sýna þá þróunarmöguleika sem Isavia sér fyrir miðað við þá farþega- og umferðarspá sem unnin hefur verið fyrir Keflavíkurflugvöll. Hér að neðan gefur að líta nokkrar myndir úr lokadrögum áætlunarinnar og er ennþá óskað eftir ábendingum frá hverjum þeim sem hafa skoðun á málinu á netfangið masterplan@isavia.is.

Masterplanið verður endurskoðað með reglulegu millibili og mun því taka breytingum í takti við þann raunveruleika í farþega- og umferðarmálum sem flugvöllurinn fæst við á hverjum tíma. Masterplan Keflavíkurflugvallar er leiðarljós til 25 ára án lögformlegs tilgangs. Taka ber öllum tillögum í áætluninni með fyrirvara um breytingar.

 

20150812_masterplan_poster_Page_1 20150812_masterplan_poster_Page_2_right 20150812_masterplan_poster_Page_2_left

Tengdar fréttir