Versluninni Inspired by Iceland hefur verið lokað

Inspired_600x250_ny

Sælkeraverslunin Inspired by Iceland á brottfararsvæðinu í flugstöðinni hefur verið lokað. Um helgina 7.-8. mars opnar Mathúsið glæsilegan sjálfsafgreiðsluveitingastað sem mun bjóða upp á fjölbreytta matvöru. Þá opnar í apríl sælkeraverslun með gott úrval góðgætis. Á meðan á þessu stendur bendum við farþegum sem eru á leið frá Íslandi á úrval 10-11 verslunarinnar sem er á komusvæði. Hægt er að koma við í henni og kaupa matvöru áður en farið er í gegnum öryggisleit, athuga þarf þó að vökvi sem er í umbúðum sem eru stærri en 100 ml má ekki fara í handfarangur, heldur þarf hann að fara í lestarfarangur.

Nánari upplýsingar er að fá hjá 10-11: 431 1110.

Tengdar fréttir