Airport Fashion opnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Það var mikið um dýrðir þegar splunkuný og glæsileg tískuvöruverslun, Airport Fashion opnaði í flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær 22. maí.

Airport Fashion tískuvöruverslun selur glæsilegan og vandaðan tískufatnað frá þekktum íslenskum og erlendum fatahönnuðum. Um er að ræða fjölbreytt úrval tískuvörumerkja og fylgihluta og meðal merkja eru: Farmers Market, Feldur, Spaksmannsspjarir, Sif Jakobs, Hendrikka Waage, Gjafafélagið Valfoss, Max Mara Weekend, by Malene Birger, Esprit, Ane Mone, Hugo Boss, ETON, Long Island, Lacrosse, Peak Performance, DKNY og Decadent.

Búðarrýmið er einnig mjög stórt og innréttingar verslunarinnar eru sérlega fallegar, í stíl við vandaðan fatnaðinn sem þar er að finna.

_Q1A0708_Q1A0730 _Q1A0725_Q1A0721_Q1A0778  _Q1A0796_Q1A0789  _Q1A0790 (2)  _Q1A0784

Tengdar fréttir